Forvarnafyrirlestrar á vegum minningarsjóðs Einars Darra verða haldnir í vikunni. Mánudaginn 27. maí verður fyrirlestur fyrir starfsfólk skólans og foreldra. Fyrirlesturinn verður haldinn á Kleppjárnsreykjum og hefst kl. 20:00. Á miðvikudaginn verður fyrirlestur fyrir nemendur í 8. – 10. bekk.
Með því að veita foreldrum og starfsfólki tækifæri til að hlýða á erindið áður en nemendur fá fræðsluna er stuðlað að því að hinir fullorðnu séu reiðubúnir til að halda umræðunni áfram með börnunum og aðstoða þau eftir því sem við á.