Eldvarnargetraun

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fyrir jól tóku nemendur 3. bekkjar  þátt í eldvarnarátaki á vegum Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Bjarni Kr. Þorsteinsson sá um fræðsluna. Hann bauð nemendur taka þátt í eldvarnargetraun. Héctor Hidalgo nemandi í GBF Varmalandsdeild var svo heppinn að vera dreginn út og fékk viðurkenningarskjal, reykskynjara og gjafabréf í trampólíngarðinn. Til hamingju Héctor.