Í vor fór sundkennsla fram í Hreppslaug hjá Hvanneyrardeild. Nemendur fóru þar í 11 daga og bættu við sundþekkingu sína. Það er komin hefð fyrir því að síðasti sundtíminn sé fatasund og var þar engin breyting á þetta vorið. Nemendur og starfsmenn skemmtu sér konunglega í góðu veðri í lauginni og enduðu síðan í grillveislu heima í skóla.



























