Fatasund í Hreppslaug

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudaginn 17. maí var síðasti sundtíminn hjá Hvanneyrardeild þetta skólaárið. Samkvæmt hefð var fatasund í lokatímanum þar sem allir voru ofan í á sama tíma. Nemendur hafa verið í sundi á hverjum degi síðastliðnar tvær vikur þar sem Hvanneyrardeild hefur ekki aðgang að sundlaug yfir vetrartímann.

Stórfiskaleikur þar sem Anna Dís og Björk eru ´ann