Nemendur Kleppjárnsreykjadeildar settust saman í matsal skólans fyrir hádegi í gær 27. ferbrúar og spiluðu félagsvist. Hluti unglingastigsins spilar hin ýmsu spil í föstudagsvali og voru þau yngstu nemendum skólans innan handar í spilamennskunni. Félagsvistin gekk vonum framar og voru allir mjög einbeittir eins og myndirnar gefa til kynna.
Hvatningarverðlaun hlutu Ástrún Björnsdóttir og Óskar Smári Davíðsson.
Hjá stelpum sigraðu Katrín Lilja Ingimundardóttir og Alexandra Sif Svavarsdóttir og teymi skipað þeim Sunnu Karen Arnardóttur og Steinunni Ólafsdóttur urðu í 2. sæti jafnar að stigum.
Hjá strákunum sigraði Skírnir Ingi Hermannsson, Símon Bogi Þórarinsson í öðru sæti og Brynjar Þór Þorsteinsson í því þriðja.