Ferð í Oddsstaðarétt

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 7. september skelltu 3. – 5. bekkur á Hvanneyri sér í Oddsstaðaréttir. Þar tóku nemendur virkan þátt í því að draga fyrir kennarann sinn í 19B7 ásamt því að aðstoða aðra bændur í sveitinni. Löng hefð er fyrir því að fara í kaffiskúrinn og nærast hjá Kvenfélagi Lunddælinga og var engin breytingar þar á þettta árið. Það var mjög heitt, sól og blíða, í réttunum og var því mikil gleði að fara og kæla sig aðeins í Grímsánni við réttirnar áður en nemendur og starfsmenn fóru í rútunni heim í skóla þar sem þau gæddu sér síðan á íslenskri kjötsúpu.