Mánudaginn 11.nóv fór yngsta stig Kleppjárnsreykjadeildar Gbf í Snorrastofu og hlýddu á upplestur Þórunnar Reykdal ásamt elstu nemendum Hnoðrabóls. Þann 14. nóv fóru svo nemendur af miðstigi skólans og fengu kynningu frá hjónunum Kristínu Gísladóttur og Sigurbirni Aðalsteinssyni, höfundum bókaflokksins Dagbjarts Skugga og útlaganna sem mun koma út á næsta ári. Fengu þau að taka þátt í því að ákveða hvernig fyrsti kafli bókarinnar á að vera. Unglingastigið fór svo þann 15. í sömu erindagjörðum í Reykholt. Báðar þessar heimsóknir tókust mjög vel og nemendur okkar til fyrirmyndar