Miðvikudaginn 2. júní voru fjölgreindaleikar á Kleppjárnsreykjum en hefð hefur skapast fyrir því að halda slíka leika á vordögum. Öllum nemendum Kleppjárnsreykjardeildar var skipt í hópa og þurfti hópurinn að ákveða hver myndi leysa hvaða þraut. Þrautirnar voru allar í anda fjölgreindanna, þar sem stuðst er við fjölgreindakenningu Gardners. Þrautirnar voru sex talsins: hlaupakeppni (líkams- og hreyfigreind), fugla og plöntu greining (umhverfisgreind), körfuboltakast (líkams- og hreyfigreind), orðaleikur (málgreind), kaplaturn (rýmisgreind/rök- og stærðfræðigreind) og spurningakeppni (tónlistar- og málgreind). Nemendur skemmtu sér stórvel og var góður keppnisandi í öllum hópum.