Fjölgreindarleikar á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í lok maí voru haldnir fjölgreindarleikar á Kleppjárnsreykjum þar sem nemendum var skipt þvert á bekki. Fjölgreindarleikar bera heiti eftir Fjölgreindarkenningu Howard Gardner. Á fjölgreindarleikum er unnið með ólíkar greindir því nemendur hafa ólíka styrkleika sem þau geta nýtt sér. Hóparnir skiptu með sér verkum í tengslum við styrkleika einstaklinganna í hópnum og unnu þrautir út frá t.d. líkams- og hreyfigreind, umhverfisgreind, málgreind, rýmisgreind o.fl. Skemmtilegur dagur þar sem hóparnir unnu vel saman að verkefnunum. Myndirnar sýna betur hvernig dagurinn gekk fyrir sig.
“Living and Learning in Natural and Green Environment“. Erasmus+, 2021-1-LV01-KA220-SCH-000024421