Fjölgreindarleikar á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Líkt og fyrri ár voru haldnir fjölgreindarleikar á Kleppjárnsreykjum, í ár var öllum nemendum deildarinnar skipt í sjö lið og völdu nemendur svo keppnisgreinar. Meðal annars var keppt í smíðaboðhlaupi, boðsundi, uppfitjun og látbragðsleik og gátu því allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Keppni hófst að loknum morgunmat og lauk rétt fyrir hádegi og voru miklar sviptingar á milli keppnisgreina þar sem hóparnir skiptust á að tróna á toppnum. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og mjög ánægjulegt var að sjá frábæra samvinnu allra nemenda.