Fjölgreindarleikar á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 25.maí voru haldnir fjölgreindarleikar á Varmalandi. Þar er ráðist í að leysa verkefni af fjölbreyttum toga til að hæfileikar nemenda fái að skína.
Nemendum var skipt í hópa þvert á aldur þar sem eldri nemendur leiddu yngri í gegnum þær þrautir sem lágu fyrir. M.a. þurftu nemendur að reka niður staur og negla girðingarlykkju á staurinn, sauma krosssaum, teikna og mála, nýta bragðskynið, þeyta rjóma (án rafmagns) og svara spurningum á úrkaínsku.
Hóparnir stóðu sig með prýði og var gaman að sjá gleðina sem ríkti á leikunum. Á hverri stöð safnaði hópurinn stigum sem leiddu svo til úrslita. Hlökkum til að gera þetta aftur að ári með flottum hópi nemenda.