Fjölgreindarleikar voru haldinir á Varmalandi nú á vordögum. Öllum nemendum var skipt upp í aldursblönduð lið sem skiptu með sér verkum við lausn ýmissa þrauta eða áskoranir. Þar má nefna, látbragðsleik, smíðar, uppfitjun, spurningakeppni og stafa/orðarugl. Allir gátu því fundið eitthvað við sitt hæfi og styrkleikar hvers og eins notið sín sem er eitt af markmiðum slíkra leika. Mikil samvinna, gleði og hvatnig einkenndi leikana og var gaman að fylgjast með hópunum takast á við fjölbreytt verkefni.