Flóamarkaður og UNICEF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vetur héldu nemendur Hvanneyrardeildar flóamarkað þar sem þeir tóku á móti fjölbreyttum munum og fatnaði frá fólkinu í nærsamfélaginu. Nemendur auglýstu flóamarkaðinn og kom fjöldi fólks til þess að skoða og versla. Nemendur Hvanneyrardeildar náðu að safna 69.315 kr. sem þau ákváðu að verja til góðs málefnis. Þau völdu að gefa vatnsdælu og bólusetningarlyf þetta árið og höfðu því samband við UNICEF sem tóku gjöfunum fegins hendi. Nemendur fengu sent þakklætismyndband frá starfsfólki UNICEF ásamt skjölum um gjöfum þeirra.