Föstudagurinn dimmi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Föstudagurinn dimmi var haldinn í Borgarbyggð 15. janúar og að sjálfsögðu tók Grunnskóli Borgarfjarðar þátt í þeim viðburði. Nemendur gengu um ganga og stofur skólanna með vasaljós þar sem allt rafmagn var mjög takmarkað í skólanum. Fyrir föstudaginn dimma var efnt til Sagnasamkeppni Vesturlands þar sem þemað var draugasögur. Nemendur á miðstigi á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum létu ekki sitt eftir liggja heldur skiluðu inn samtals átta sögum í keppnina. Nemendur voru ansi stoltir þegar þeir fréttu að ein saga frá þeim hefði endað í Skessuhorni vikunnar og fimm sögur voru lesnar á FM Óðal á föstudaginn en einnig er hægt að hlusta á upplesturinn á https://www.borgarbyggd.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/frettir-ur-borgarbyggd/fostudagurinn-dimmi-2021. Í næstu viku ætla nemendur að hlusta á upplestur sagna sinna en á föstudaginn lásu nemendur sjálfir sínar sögur undir vasaljósalestri.