Fræðsluerindi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Við fengum góða gesti í skólann á miðvikudaginn en tvíeykið sem gengur undir heitinu „Fokk Me Fokk You“ heimsótti okkur með fræðslu um sjálfsmynd, samskipti, mörk og kynferðismál á tímum samfélagsmiðla, snjalltækja og mikillar netnotkunar. Við hittumst á Kleppjárnsreykjum og hlýddum á boðskapinn í um klukkustund og var ekki annað að heyra á krökkunum en að þetta hitti vel í mark. Í kvöld fimmtudaginn 06.12.2018 er boðið upp á erindi fyrir foreldra af sömu aðilum um sama efni, annars vegar í Óðali kl. 18:30 og hins vegar á Varmalandi kl. 20:00. Hvetjum alla til að mæta.