Fræðsluerindi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Takið frá mánudagskvöldið þann 16.apríl!
Þá kemur Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Háskóla Íslands og þjálfari hjá KVAN og heldur fræðsluerindi í Grunnskóla Borgarfjarðar. Hún leggur áherslu á hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að efla félagsfærni, vináttu, samskipti og leiðtogahæfileika. Þetta eru allt þættir sem hafa mikil áhrif á lífsgæði, heilsu og velferð barna.
Fyrirlesturinn fer fram á Kleppjárnsreykjum þann 16.apríl kl 20.00.
Léttar veitingar verða í boði.
Stjórn foreldrafélagsins.