Fræsöfnun á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur á Kleppjárnsreykjum hafa á síðustu dögum unnið að birkifræsöfnun í nágrenni skólans. Myndaðist skemmtileg keppni á milli stiga en yngsta stigið safnaði mest,  876 gr en alls söfnuðu nemendurnir 1895 gr. Í einu grammi af birkifræi geta komið upp 200-800 fræ svo alls söfnuðu nemendur efnivið í a.m.k. 785 þúsund birkitré. Verkefnið er liður í birkifræsöfnun Olís, Landgræðslunnar og Hekluskóga, og er mikilvægur þáttur í kolefnisbindingu.