Yngsta stigið á Varmalandi hefur verið að vinna að fuglaverkefni í paravinnu þar sem hvert par valdi sér fugl og aflaði sér upplýsinga um hann. Útbjuggu síðan plakat með þeim upplýsingum sem þau urðu sér út um.og prýðir það nú glugga skólans rétt við matsalinn. Þar eru einnig púðar sem þau útbjuggu, eftir þyngd fuglanna þar sem nemendur skólans, starfsfólk og gestir geta fengið að finna þyngd fuglanna. það verður að segjast að þeir eru sannarlega misþungir að halda á, allt frá 540 grömmum upp í 10 kíló, en svanurinn á vinninginn hvað þyngd varðar. Við stefnum síðan á ratleik útivið tengt þessu þema núna í vikunni. En í svona verkefni næst að samþætta flestar námsgreinar á skemmtilegan hátt.