Núna á sumardögum leit dagsins ljós fyrsti af vonandi mörgum skógarstígum sem að Útival unglingadeildar á Kleppjárnsreykjum, gerði í vetur. Dýrðina má bera augum með því að skella sér í skógarferð í Logalandsskóg og ganga þar um skóginn. Stígurinn sem umræðir liggur að litlu rjóðri þar sem finna má útskorinn skógarbjörn úr tré.