Ganga á Laugarhnjúk

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á dögunum gerði yngsta stigið á Varmalandi sér lítið fyrir og gekk upp á Laugarhnjúk í blíðskaparveðri. Nemendur fóru í hina ýmsu leiki og virtu fyrir sér útsýnið og náttúrufegurðina. Leyst var ansi skemmtilegt verkefni þar sem húllahringjum var komið fyrir og þurfti hver hópur að finna 6 mismunandi tegundir gróðurs innan hringsins. Ræða saman um hverja tegund og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Boðið var upp á nýbakaðar úrvals kleinur og drykk áður en haldið var heim á leið.