Í sumar var örlítið geitungabú handsamað og því komið fyrir í frysti. Nýlega skoðuðu nemendur í 8. bekk innihaldið og fóru í heimsókn til 1.-4. bekkjar til að sýna þeim undrið. Allir voru gríðarlega áhugasamir enda ekki algengt að geta skoðað geitunga í svona miklu návígi, hvað þá í janúar!