Góður árangur í Skólahreysti

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 4. maí tóku nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar þátt í skólahreysti. Liðið var skipað Steinunni Bjarnveigu Blöndal, Ólöf Sesslju Kristófersdóttur, Kristínu Eir H. Holaker, Kristjáni Karli Hallgrímssyni, Hlyni Blæ Tryggvasyni og Guðmundi Heiðari Eyjólfssyni. Liðið stóð sig með miklum ágætum, þau urðu í 4. sæti í sínum riðli og Steinunn Bjarnveig sigraði sína grein og hékk lengst keppenda.

Og það voru ekki bara keppendur sem stóðu sig vel því stuðningsliðið okkar vakti athygli fyrir prúðmannlega framkomu. Þau voru í rauðum lit og með jólasvein sem „lukkudýr“. Hvöttu liðið vel áfram og voru í góðu stuði.

Hér er hægt að horfa á keppnina inni á ruv. https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/skolahreysti/34046/a4m0f6