Í vikunni fóru nemendur í 1-4 bekk og hluti nemenda í 5-10 bekk gangandi frá Brennistöðum í Flókadal yfir Kópareykjahálsinn, niður að Kópareykjum og þaðan niður í skólann á Kleppjárnsreykjum. Gönguferðin tók um tvo og hálfan klukkutíma og var átta og hálfur kílómeter að lengd.