Grænfána úttekt á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Annan október síðastliðinn var grænfánaúttekt á Hvanneyri. Grænfánateymi skólans tók á móti Margréti frá Landvernd með gjöfum, fjölnota poka sem þau saumuðu úr gömlum gardínum og skyldi sem á stóð, Þú ert hetja umhverfisins. Grænfánateymið leiddi Margréti um skólann og sagði henni frá þeim markmiðum sem unnið hefur verið að undanfarin tvö ár. Eftir úttektina barst okkur bréf með þeim fréttum að Grunnskóli Borgarfjarðar -Hvanneyrardeild verður fyrsti grunnskólinn á landinu til að flagga tíunda grænfánanum. Um þessar mundir erum við að skipuleggja mótttöku fánans en þetta er afar merkur viðburður sem vert er að fagna.