Grænfána var flaggað við Grunnskóla Borgarfjarðar að Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Grænfána var flaggað við Grunnskóla Borgarfjarðar að Hvanneyri  6. júní síðastliðin. Nemendur og starfsfólk á Hvanneyri tók stolt við 11. Grænfána skólans en starfsstöðin á Hvanneyri hefur verið með í Grænfánaverkefninu frá upphafi. Grænfánamarkmiðin eru orðin samofin öllu starfi hjá okkur og fá verkefni sem ekki er hægt að merkja við einhver af markmiðum grænfánans. En það er líka það frábæra samfélag sem við erum í og gott samstarf foreldra, samfélagsins alls, félagasamtaka, stofnana og fyrirtæka í þorpinu okkar. Það er einstakt og fyrir það erum við þakklát. Og krakkarnir hafa síðustu ár lagt sitt af mörkum til samfélagsins og geta verið stolt af sínum verkefnum fyrir samfélagið sitt. Þau hafa safnað fyrir sundlaugina, safnað fyrir aparólu, tekið þátt í Unicef söfnunum, málað og selt jólkort til að gleðja eða aðstoða einhvern í samfélaginu okkar, búið til sultur eða jólakveðjur og gefið eldri borgurum. Farið um staðinn til að fegra umhverfið. Þannig hafa þau gefið af sér til samfélgsins og vakið gleði og ánægju.