Loksins gátu fyrrverandi og nýkjörnar Grænfánanefndir á Kleppjárnsreykjum hisst. Á fundi í lok nóvember fóru nemendur yfir hvað hafði verið gert og hvernig væri hægt að vinna með þemu Grænfánans. Í ár munu allar deildir vinna með Átthaga en nú fer í gang vinna nýrrar Grænfánanefndar á Kleppjárnsreykjum að finna ný þemu og markmið til að vinna að á komandi misserum. Stefnt er að því að halda umhverfisþing á skólaárinu svo enn fleiri nemendur geti komið að vinnunni en áhugi á setu í nefndinni fer sívaxandi.