Guðni og Ævar lásu úr bókum sínum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

16.desember komu þeir bræður Guðni og Ævar Benediktssynir og lásu úr nýútkomnum bókum sínum. Nemendur skólans fylgdust með af athygli og höfðu gaman af. Þeir bræður svöruðu svo spurningum frá nemendum og gáfu þeim bókamerki.