Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun eftir hádegið í dag. Við höfum metið ástandið í samráði við bílstjóra og ákveðið að skólabílar fara fyrr heim. Foreldrar hafa fengið póst frá stjórnendum með tímasetningum fyrir þeirra deild.
Nemendur fá hádegismat í skólanum áður en þeir fara heim. Vinsamlegast hafið samband við skólann ef einhver vandræði skapast vegna þessa eða ef þið hafið spurningar.
Nemendur Hvanneyrardeildar sem ekki eru í skólaakstri klára daginn og eru forledrar beðnir um að meta hvort nemendur geta labbað heim eða hvort þeir sæki þá í skólann.