Árlega kallar Hvanneyrardeild inn jólin með helgileiknum í Hvanneyrarkirkju. Nemendur bjóða elstu deild leikskólans Andabæjar á lokaæfingu að morgni og sýna síðan fyrir ættingja seinni partinn. Að loknum helgileik sungu allir saman Heims um ból við undirleik Bjarna Guðmundssonar.