Hjálmar fyrir yngstu nemendurna

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Eins og undanfarin vor kom Haukur Júlíusson færandi hendi með reiðhjólahjálma frá Kiwanishreyfingunni handa yngstu nemendum skólans. Farið var yfir hvenær við notum hjálma og hvenær ekki og mikilvægi þess að kunna og fara eftir umferðarreglum. Framundan eru hjóladagar í skólanum og því kærkomið að þessi öryggisbúnaður sé kominn í þeirra eigu. Kærar þakkir Kiwanismenn.