Hjóla- og gönguferð Kleppjárnsreykjadeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 1. júní fór öll Kleppjárnsreykjadeildin í hjóla- og gönguferð. Hluti hópsins hjólaði þá hring í Skorradal en hinn hlutinn gekk út í Kistuhöfða. Þrátt fyrir veðurspá sem lofaði ekkert góðu fékk hópurinn hið besta veður og Borgarfjörðurinn skartaði sínu fegursta.