Hjólageymsla á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það er gott að eiga góða nágranna og það eigum við í Grunnskóla Borgarfjarðar. Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri tók sig til og smíðaði þessa fallegu hjólageymslu fyrir þá nemendur sem fara með rútunni upp að Kleppjárnsreykjum á hverjum degi þannig að hjólin þeirra liggi ekki í grasinu. Takk kærlega fyrir þetta framtak Guðmundur.