Hönnunaráskorun á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Síðustu daga hafa nemendur á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum unnið eftir ferli hönnunarhugsunar við lausn á umhverfisvandamálum. Nemendur fylgdu ákveðnu ferli þar sem þau greindu vandamál, nýttu hugarflug til að finna mögulegar lausnir og unnu svo eina lausn áfram. Meðal annars þróuðu nemendur hugmyndir um ruslaflokkunarapp, tyggjósjálfsala sem nota endurnýjanleg ílát, umhverfisvænan varasalva sem endurfæðist sem planta, app til að skiptast á hlutum sem ekki eru lengur í notkun og margt fleira.

“Living and Learning in Natural and Green Environment“. Erasmus+, 2021-1-LV01-KA220-SCH-000024421