Þann 3. september fóru nemendur unglingastigs GBF í hópeflisferð. Dagana á undan voru allir unglingarnir búnir að vera saman í verkefnavinnu um sjálfsmynd og styrkleika. Lokahnykkur í þeirri vinnu var að ganga frá Eyri í Flókadal yfir í Lundarreykjadal þar sem þau enduðu í Brautartungu. Þar tóku við rólegheit, leikir, sund og síðan gistu nemendur ásamt kennurum sínum í Brautartungu. Þetta er liður í því að styrkja bekkjaranda hjá unglingum Grunnskóla Borgarfjarðar.