Hópeflisferð unglingastigs GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur og kennarar unglingastigs grunnskóla Borgarfjarðar pökkuðu í töskur, settust uppí rútu

og lögðu af stað í hópeflisferð miðvikudaginn 30. september.

Förinni var heitið í Húsafell þar sem genginvar hin svokallaða Oddaleið, 5km löng leið sem tók okkur u.þ.b. 2klst að ganga. Skiljanlega voru öll orðin svöng þegar komið var aftur á tjaldsvæðið og því kom sér vel að Ása var búin að hita upp grillið og tilbúin að grilla pylsurnar.

Í kjölfarið var hópnum skipt í 9 hópa og farið í ratleik.

Krakkarnir unnu vel saman við að leysa úr ýmiskonar þrautum

og voru hér um bil allir hópar alveg búnir með öll sín verkefni þegar Binni í Hlöðutúni kom aftur á rútunni og sótti hópinn.

Næsta stopp var Brautartunga þar sem hópurinn var yfir nótt.

Sundlaugin, fótboltamarkið, grillið og háaloftið var allt saman nýtt vel og ekki hægt að segja annað

en að allir hafi verið til fyrirmyndar.

Hópurinn var kominn aftur á Kleppjárnsreyki í hádegismat á fimmtudeginum eftir vel heppnaða ferð.