Hópeflisferð unglingastigs

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Dagana 1. – 2. sept fór 8. – 10. bekkur í Grunnskóla Borgarfjarðar í hópeflisferð um Borgarfjörð. Fyrri ár hefur verið farið í gönguferðir í nágrenninu en í ár lá leiðin upp í Einkunnir og svo í Brautartungu í Lundarreykjadal. Viðfangsefni ferðarinnar var hópefli í sinni víðustu mynd og unnu nemendur verkefni allt frá því að skilgreina hvernig þau geta unnið betur að gildum skólans yfir í að búa til turn úr golfkúlum. Gist var í Brautartungu og aðstaðan þar nýtt til hins ýtrasta. Ferðin tókst mjög vel og bæði nemendur og kennarar hæstánægð með afraksturinn.