Hreinsunarátak

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar hafa stutt vel við hreinsunarátak Borgarbyggðar. Þeir hafa gengið um svæðin í kringum deildirnar ásamt umsjónarkennurum sínum hirt upp rusl, hreinsað brotnar greinar og jafnvel tekið niður heilu grindverkin. Mikilvægt er að vera meðvituð um umhverfi okkar og ábyrgð hvers og eins að hreinsa í kringum sig og ganga vel um.