Hugarflugsfundur starfsfólks

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í dag var haldinn hugarflugsfundur starfsfólks á leikskólanum Hnoðrabóli og Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Þar veltu starfsmenn fyrir sér spurningum er varða framtíð skólanna þar sem frá og með næsta hausti verðum við í sameiginlegu húsnæði. Fundurinn er fyrsta skref í að þróa og undirbúa samveru og samstarf þessara stofnana og leggur grunn að þeirri vinnu. Fundurinn var góður, margar hugmyndir komu fram og góður andi í hópnum.