Hver uppáhalds liturinn þinn? Varð atvinnuleysi meira í covid?

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þessum spurningum og fleiri, var svarað í lokaverkefnum 10. bekkjar á Kleppjárnsreykjum í tölfræði. Kynningar fóru fram nú í vikunni og fóru nemendur yfir niðurstöður sínar. Rannsóknirnar voru gríðarlega fjölbreyttar, allt frá mati á vinsældum dráttarvéla og hljómsveita yfir í fjölþjóðlega athugun á atvinnuleysi á tímum Covid. Nemendur höfðu frjálsar hendur um rannsóknarefnið en fylgdu ströngum kröfum um tölfræðiúrvinnslu og söfnun gagna og skiluðu mjög vel unnum verkefnum.