Innflutningsvöfflur í Höllinni Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 11. maí var stór dagur á unglingastiginu á Kleppjárnsreykjum þegar flutt var úr elsta hluta skólans yfir í færanlegar kennslustofur, eða Höllina. Nemendur hafa verið einstaklega jákvæðir í garð þessara breytinga, þó vissulega sé plássið minna en áður. Til að þakka nemendum fyrir biðlundina og til að gleðjast yfir flutningunum dró unglingastigsteymið upp vöfflujárnin og bauð nemendunum í vöfflukaffi í tilefni dagins.