Íþróttamaður ársins

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Hefð hefur skapast fyrir því að nemendur á unglingastigi á Kleppjárnsreykjum kjósi íþróttamann og íþróttakonu ársins úr sínum röðum. Til margra þátta er horft við kosninguna, fjölbreytni, framkomu og árangurs. Í ár fór kjörið á þessa leið: Íþróttakona ársins var Hjördís Ylfa Kulseng, í öðru sæti var Heiður Karlsdóttir og í þriðja sæti var Lisbeth Inga Kristófersdóttir. Íþróttamaður ársins var Valur Snær Tryggavson, í öðru sæti var Pétur Lárusson og í þriðja sæti var Sveinn Svavar Hallgrímsson. Við óskum þessu glæsilega íþróttafólki til hamingju með árangurinn og vonum að þau eigi eftir að halda áfram á sömu braut.