Jól í skókassa

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þegar líða fer að aðventu er orðin hefð í skólanumað taka þátt í verkefninu jól í skókassa. Verkefnið tengjum við við barnasáttmálann og ræðum um réttindi og aðstæður barna annars staðar í heiminum. Í ár tók yngsta stigið á Kleppjárnsreykjum þátt og miðstigið á Varmalandi. Á Kleppjárnereykjum gerðum við fjóra kassa tvo fyrir drengi á aldrinum 7-11 ára og tvo fyrir stúlkur á sama aldri. Vel gekk að safna í kassana og foreldrar áhugasamir að aðstoða okkur með verkefnið. Nemendur útbjuggu svo jólapappír og öflugar stúlkur á miðstigi tóku að sér innpökkunina. Pakkarnir fara svo til barna í Úkraínu.