Jólaandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Skólastarfið ber þess ótvíræð merki að jólin eru að ganga í garð. Búið er að skreyta í öllum deildum með ljósum og jólatrjám sem nemendur sóttu samkvæmt ríkjandi hefð.  Helgileikurinn var að venju sýndur í Hvanneyrarkirkju af nemendum Hvanneyrardeildar með sínum fasta hátíðleik. Þá eru litlu jólin haldin í hverri bekkjardeild og nemendur borða saman hátíðarmat síðasta skóladaginn fyrir jólaleyfi. Einnig hafa nemendur GBF sem stunda nám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar haldið tónfund fyrir samnemendur sína og þar voru jólalögin spiluð og sungin.