Jólakransagerð á yngsta stigi á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á aðventunni er margt skemmtilegt sem hægt er að taka sér fyrir hendur. Nemendur á yngsta stigi fylgjast spenntir með jóladagatali Hurðaskellis og Skjóðu sem skapar góðar umræður í hópnum. Orðið „tillitssemi“ var orð dagsins í dag (7.desember) þar sem Hurðaskellir og Skjóða fóru saman í strætó og Skjóða lærði heilmargt um hvernig maður á að haga sér í strætó.
Í gær fóru krakkarnir í 1.-4.bekk út og klipptu sér grenigreinar fyrir verkefni dagsins. Eftir hádegi hófust þau handa við að útbúa jólakrans. Það var því handagangur í öskjunni þegar hópurinn sökkti sér í verkefnið og má líka stemningunni við verkstæði jólasveinanna þar sem allir hafa verkefni og sinna þeim.