Nemendur 1. – 5. bekkjar á Hvanneyri skelltu sér í jólaratleik í Skjólbeltunum í útikennslu á dögunum. Sú hefð hefur verið undanfarin ár að bjóða foreldrum á Jólakaffihús, en þessa dagana þurfum við að vera þolinmóð og úrræðagóð því ekki er hægt að halda allar hefðir vegna samkomutakmarkanna.
Nemendur gerðu sér glaðan dag þó að ekki væri hægt að bjóða foreldrum í þetta skiptið. Stúfur jólasveinn hafði gert jólaratleik þar sem nemendur þurftu að leysa hinar ýmsu þrautir.
Kveikt var bál þar sem nemendur gátu grillað sér snúbrauð með súkkulaði eða kanil og boðið var upp á heitt kakó með rjóma. Þetta var ljúffeng og ljúf stund og skemmtu nemendur og kennarar sér vel.