Jólastjarna og föndur á Varmalandi

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Hefð er fyrir því að nemendur Varmalandsdeildar myndi vinakeðju og gangi með kyndla  upp á Laugahnjúk þar sem kveikt hefur verið á jólastjörnunni. Þar sem ekki má blanda saman hópum var hefðinni breytt og engin keðja mynduð heldur fóru nemendur í aðskildum hópum upp að stjörnunni. Þar sungu þeir hástöfum þangað til ljós kviknaði á stjörnunni. Eftir gönguferðina fengu allir kakó og piparkökur með morgunmatnum. Í kjölfarið var notaleg stund við jólaföndur og skreytingar.