Það er hefð fyrir því að miðstigið á Varmalandi sæki jólatré sem sett er upp á Bláaganginum. Að þessu sinni valdi hópurinn stórt og verulega fallegt furutré úr skóginum austan við skólann. Þau söguðu neðstu greinarnar af og söguðu og söguðu að lokum féll timbur. Þá drógu þau tréið og héldu á því inn í skóla. Jólatréið var sett upp og fullskreytt.