Þriðjudaginn 8.desember fóru nemendur Hvanneyrardeildar að sækja jólatré. Síðustu 3 ár hefur Hvanneyrardeildin fengið að fara í skógrækt Landbúnaðarháskóla Íslands til að sækja jólatré ásamt elstu deild leikskólans Andabæ. Mikil hálka var á leiðinni en allir komu óbrotnir til baka með fallegt furutré sem Guðmundur Sigurðsson hjálpaði við að saga og flytja í skólann.