Kaffihús á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur í Hvanneyrardeild buðu foreldrum og ættingjum á kaffihús föstudaginn 29. nóvember. Þar fór 1. bekkur með þulu og 2. -5. bekkur voru með jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlu í tali og leik. Síðan sungu nemendur tvö lög og í lokin var seld súpa og brauð sem nemendur sáu um að þjóna til borðs. Ágóðinn rennur í nemendasjóð Hvanneyrardeildar.