Í dag var kaffihús hjá Hvanneyrardeild þar sem nemendur buðu fjölskyldum sínum að koma í heimsókn. Nemendur sýndu atriði um Fullveldi Íslands ásamt því að syngja nokkur jólalög. Að lokum seldu nemendur gestum dýrindis súpu og brauð, ágóðinn af þeirri sölu rennur í nemendasjóð.